Fimm leikir í körfunni í kvöld (Video)
Fimm leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Ber þá helst að nefna stórviðureign Grindavíkur og Keflavíkur en leikurinn fer fram í Röstinni kl. 19:15.
Grindvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar á eftir Njarðvíkingum en þeir hafa tapað einum leik í deildinni. Keflvíkingar sækja fast á hæla granna sína en þeir eru taplausir eftir 4 leiki. Viðureignir þessara liða eru jafnan hraðar og skemmtilegar en síðast þegar liðin áttust við var það í Powerade bikarnum og sigruðu Keflvíkingar báðar viðureignirnar.
Njarðvíkingar geta styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar en þeir mæta Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Snæfell hefur orðið fyrir þónokkurri blóðtöku frá síðustu leiktíð þar sem landsliðsmennirnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson eru farnir til liðs við Hollenska liðið Woon Aris. Snæfellingar hafa þó verið að leika vel að undanförnu og hafa um hríð haft gott lag á Njarðvíkingum. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, og lærisveinar hans eru þó staðráðnir í því að halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni á þessu tímabili. Hér að neðan er svo hægt að skoða spjall sem Víkurfréttir tóku við Einar Árna.
Aðrir leikir kvöldsins eru:
Fjölnir – Höttur
Haukar – Þór Akureyri
KR – Hamar/Selfoss
Smellið hér til að skoða viðtal við Einar Árna
Grindvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar á eftir Njarðvíkingum en þeir hafa tapað einum leik í deildinni. Keflvíkingar sækja fast á hæla granna sína en þeir eru taplausir eftir 4 leiki. Viðureignir þessara liða eru jafnan hraðar og skemmtilegar en síðast þegar liðin áttust við var það í Powerade bikarnum og sigruðu Keflvíkingar báðar viðureignirnar.
Njarðvíkingar geta styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar en þeir mæta Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Snæfell hefur orðið fyrir þónokkurri blóðtöku frá síðustu leiktíð þar sem landsliðsmennirnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson eru farnir til liðs við Hollenska liðið Woon Aris. Snæfellingar hafa þó verið að leika vel að undanförnu og hafa um hríð haft gott lag á Njarðvíkingum. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, og lærisveinar hans eru þó staðráðnir í því að halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni á þessu tímabili. Hér að neðan er svo hægt að skoða spjall sem Víkurfréttir tóku við Einar Árna.
Aðrir leikir kvöldsins eru:
Fjölnir – Höttur
Haukar – Þór Akureyri
KR – Hamar/Selfoss
Smellið hér til að skoða viðtal við Einar Árna