Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimm leikir í körfunni í kvöld
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 10:04

Fimm leikir í körfunni í kvöld

Njarðvíkingar heimsækja KR-inga

Fimm leikir fara fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur umferðarinnar fer fram í Vesturbænum en Njarðvíkingar heimsækja þar KR-inga. Síðast þegar liðin áttust við sigruðu Njarðvíkingar eftir spennandi leik í bikanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á KR-TV, fyrir þá sem ekki sjá sér fært um að mæta til Reykjavíkur. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinar, KR-ingar hafa ekki ennþá tapað í deildinni en Njarðvíkingar hafa einu sinni þurft að lúta í lægra haldi í deildinni.

Grindvíkingar taka á móti Teiti Örlygssyni og strákunum hans í Stjörnunni. Í Röstinni verður væntalega hart barist þar sem bæði lið vilja eflaust blanda sér í toppbaráttuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar leika einnig á útivelli í kvöld en þeir heimsækja Skallagrímsmenn í Borgarnesi. Keflvíkingar eru enn taplausir á toppi deildarinnar eftir fimm leiki en Skallarnir hafa aðeins unnið einn sigur það sem af er vetri.

Leikirnir hefjast klukkan 19:15.