Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimm Íslandsmeistarar frá Keflavík
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 11:09

Fimm Íslandsmeistarar frá Keflavík

Keflvíkingar eignuðust fimm Íslandsmeistara á Íslandsmótinu í þrepum í fimleikum sem fram fór um helgina. Fimleikadeild Keflavíkur átti 21 keppanda á mótinu og telst það einstaklega góður árangur. Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari í samanlögðu í fjölþraut í 3. þrepi. Hann sigraði í hringjum, á karlatvíslá í og á svifrá í 3. þrepi. Snorri Rafn William Davíðsson varð Íslandsmeistari á bogahesti í og í stökki 4. þrepi. Snorri varð þannig í 3. sæti samanlagt.

Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari á stökki í 1. þrepi. Klara Lind Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari á slá í 3. þrepi og Alísa Myrra Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari á gólfi í 5. þrepi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024