Fimm frá Suðurnesjum í kvennalandslið Íslands í körfuknattleik
Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik fór í morgun til Írlands. Í landsliðshópnum eru fjórar frá Keflavík og ein úr Grindavík. Þetta eru þær Ingunn Embla Kristínardóttir úr Grindavík, Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Erna Hákonardóttir úr Keflavík sem var valinn í landsliðið í fyrsta sinn.
Leiknir verða tveir vináttulandsleiki gegn Írum, í Cork annað kvöld og í Dublin á laugardaginn. Landsliðið er nýkomið frá Smáþjóðaleikunum og verður þetta síðasta verkefnið þeirra þangað til í haust.