Fimm dómarar á úrslitaleik Reykjaneshallarmótsins
Fimm dómarar dæma úrslitaleik Reykjaneshallarmótsins í knattspyrnu, sem nú fer fram í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ. Þar eigast við Keflavík og Grindavík en í úrslitaleik um þriðja sætið fóru Njarðvíkingar mað sigur af Reyni Sandgerði. Nú þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 í leiknum en hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni sjónvarpssendingu á sporttv.is.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson