Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

FIMM bikarmeistaratitlar til Suðurnesja – ekki þrír
Mánudagur 1. mars 2010 kl. 13:21

FIMM bikarmeistaratitlar til Suðurnesja – ekki þrír


Í morgun sögum við frá því að þrír bikarmeistraratitlar hefðu komið til Suðurnesja um helgina í körfuknattleik yngri flokka. Það er ekki rétt því Suðurnesjaliðin gerðu miklu betur. Alls komu FIMM titlar til Suðurnesja – ekki þrír. Okkur láðist að geta þess að 10. flokkur karla UMFN vann bikarmeistraratitil og einnig 9. flokkur kvenna í Keflavík. Af þeim níu titlum sem voru í boði fóru því fimm til Suðurnesja. Óskum við liðunum öllum fimm til hamingju með þennan stórgóða árangur.

Tengd frétt:

Þrír bikarmeistaratitlar til Suðurnesja um helgina
---

Mynd/www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024