Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimleikastúlkur frá Keflavík á Eurogym
Miðvikudagur 7. júlí 2010 kl. 13:38

Fimleikastúlkur frá Keflavík á Eurogym

Fimleikasamband Íslands tekur þátt í sýningahátíð fimleikasambands Evrópu (UEG), EUROGYM sem haldin verður í Odense 10.-16.júlí 2010. Meðal annars fer hópur frá Fimleikadeild Keflavíkur á hátíðina, sem samanstendur af 26 iðkendum, 2 þjálfurum og 5 foreldrum. Iðkendurnir frá Keflavík eru á aldrinum 14-20 ára.

EUROGYM er haldin á tveggja ára fresti og er þetta í fjórða skipti sem Ísland tekur þátt. EUROGYM er sýningahátíð fyrir 12 ára og eldri. Þar er blandað saman sýningum og æfingum, fræðslu og skemmtun. Fyrir hádegi alla daga eru ýmiss námskeið. Íslensku þátttakendur ætla að æfa ýmislegt tengt fimleikum, sirkus, dans, cross fit, bogfimi, sipp, parkour og “BIG splash” þar sem hoppað er af stóru trampolíni út í vatn og reynt að mynda sem stærstan skellinn! Eftir hádegi eru sýningar hópanna á torgum úti, inni í görðum eða verslunarmiðstöðum. Á kvöldin eru sett upp garðpartý, tónleikar, galasýningar o.fl. til skemmtunar.
Einn hópur frá hverju landi hefur síðan verið valinn til að sýna á Galasýningu UEG. Nú eru það stúlkur frá Gerplu, Akranesi og Ármanni sem sýna undir stjórn Björk Óðinsdóttur, Karenu Sif Viktorsdóttir og Tönju Kristínar Leifsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í ár eru rúmlega 4100 skráðir þátttakendur frá 24 þjóðum. Fimleikasambandið fer nú með stærsta hóp sem nokkru sinni hefur farið á okkar vegum eða 268 manns. Og eftir upplýsingum frá ÍSÍ er þetta fjölmennasti hópur sem íþróttasamband hefur farið með í ferð erlendis. Þau koma frá Ármanni, Björk, Gróttu, Gerplu, Keflavík, Akranesi, Rán í Vestmannaeyjum, Þór í Þorlákshöfn og Selfossi. Saman ætlum við að skemmta okkur og vonandi öðrum við fimleikasýningar,- skrúðgöngur og –samveru.