Íþróttir

Fimleikastúlkur á verðlaunapalli
Kobrún Eva Hólmarsdóttir og Jóhanna Ýr Óladóttir.
Föstudagur 17. nóvember 2023 kl. 06:08

Fimleikastúlkur á verðlaunapalli

Keppendur úr Reykjanesbæ stóðu sig vel á móti í Svíþjóð

Í nóvember fór fram fimleikamót í Malarcupen í Svíþjóð en mótið er óformlegt Norðurlandamót í áhaldafimleikum. Á mótinu kepptu fjórar stúlkur úr Reykjanesbæ. Jóhanna Ýr Óladóttir keppti í kvennaflokki og landaði bronsverðlaunum fyrir æfingar sínar í stökki, Kolbrún Eva Hólmarsdóttir keppti í unglingaflokki og var í fyrsta sæti á gólfi og öðru sæti í stökki. Á sama móti kepptu þær Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Indía Marý Bjarnadóttir og stóðu sig vel.

Fimleikamótið var það stærsta sinnar tegundar sem haldið hefur verið en 400 iðkendur tóku þátt frá fjórtán löndum og mótið átti stórafmæli í ár en það er 40 ára.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024