Fimleikar fyrir fatlaða í vetur
– sjáið skemmtilegt innslag Sjónvarps Víkurfrétta
Fimleikadeild Keflavíkur í samstarfi við Nes ætlar að bjóða upp á fimleika fyrir fatlaða í vetur. Þetta er bæði fyrir yngri og eldri iðkendur og skiptist í tvo hópa (mánudagar eldri og miðvikudagar yngri). Til að byrja með verður ein æfing á viku fram að áramótum. Æfingarnar verða í íþróttaakademíunni og þjálfarinn er Eva Hrund.
Sjónvarp Víkurfrétta tók saman innslag um fimleikana sem má sjá í spilaranum hér að neðan.