Fimleikar fyrir fatlaða í vetur
Fimleikadeild Keflavíkur í samstarfi við Nes ætlar að bjóða upp á fimleika fyrir fatlaða í vetur. Þetta er bæði fyrir yngri og eldri iðkendur og skiptist í tvo hópa (mánudagar eldri og miðvikudagar yngri). Til að byrja með verður ein æfing á viku fram að áramótum. Æfingarnar verða í íþróttaakademíunni og þjálfarinn er Eva Hrund.
Í gær, sunnudag, fór fram fyrsta fimleikaæfingin fyrir fatlaða hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Æfingin gekk mjög vel og margir mættu og prófuðu. Æfingar hefjast mánudaginn 28. september, og það er í boði að koma og prófa í vikunni. Æfingar fyrir eldri iðkendur verða á mánudögum kl 18.30 - 20.00 en fyrir yngri iðkendur á miðvikudögum frá kl 17.30 - 18.30.