FIMLEIKAMARAÞON
Tuttugu stúlkur úr Fimleikadeild Keflavíkur héldu 12 klst. fimleikamaraþon í íþróttahúsi Keflavíkur þann 19. júní sl. Með maraþoninu var aflað fjár til Svíþjóðarferðar sem farin verður næstkomandi laugardag. Söfnuðust áheit að upphæð því sem næst 400 þúsund krónur. Ferðast verður í Gautaborgar og þar verður tekið þátt í stærstu fimleikasýningu heims, Gymnaestrada, sem haldin er á fjögurra ára fresti. Auk Keflvíkingana fara 3 hópar frá Reykjavík en alls verða Íslendingarnir rúmlega 100 talsins. Vil hópurinn, f.h. Fimleikadeildar Keflavíkur, þakka öllum sem að komu veittan stuðning, bæði fjárhagslegan og annan.