Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimleikadeildin hélt Möggumót
Miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 11:57

Fimleikadeildin hélt Möggumót

Laugardaginn 10. nóvember fór fram fimleikamót í Íþróttaakademíunni. Mótið kallast Möggumót og er haldið til heiðurs stofnanda Fimleikadeildarinnar Margrétar Einarsdóttur. Fimleikadeild Keflavíkur hefur ekki haldið þetta mót síðan flutt var í nýtt húsnæði. Hingað til hefur þetta mót verið fyrir keppendur í 6. þrepi en nú í ár ákvað deildin að bjóða upp á 5. þrep og 5. þrep létt. Að þessu sinni var einungis hægt að bjóða stúlkum á þetta mót. Ástæðan fyrir því er að deildin á ekki keppnisáhöld fyrir stráka.

Stefnt er að því að halda Möggumótið árlega og bundið er við vonir um að hægt verði að bjóða strákum á Möggumótið að ári liðnu. Hins vegar var haldið keyrslumót á föstudeginum fyrir þá stráka sem eru að æfa hjá Fimleikadeild Keflavíkur og eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisæfingum. Foreldrum og vinum var boðið til að koma horfa á og gerðu þeir sínar æfingar eins og um keppni væri að ræða. Að kvöldi loknu fengu allir strákarnir viðurkenningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Möggumótið hófst klukkan 8:00 um laugardagsmorguninn og því var lokið um kl: 18:00 en mótið skiptist í þrjá hluta. Keppt var í 6-7 manna liðum þar sem 5 hæstu einkunnir úr hverju liði töldu til úrslita. Einungis voru gefin verðlaun fyrir fyrsta sætið en allir keppendur fengu viðurkenningar fyrir þátttökuna.

Í fyrsta hluta var keppt í 6. þrepi, í öðrum hluta var keppt í 6. þrepi og 5. þrepi létt og í síðasta hlutanum var keppt í 5. þrepi og var því þrepi aldurskipt í yngri og eldri. Í 5. þrepinu voru svo krýndir Möggumeistarar 2012 úr báðum aldurshópunum. Fjöldi keppanda var í kringum 260. Þau lið sem tóku þátt í mótinu voru Grótta, Gerpla, Ármann, Fjölnir, Stjarnan og Björk.