Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimleikadeild Keflavíkur vann til 14 verðlauna
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 10:13

Fimleikadeild Keflavíkur vann til 14 verðlauna

Um síðustu helgi fór fram Gymnova þrepamót í fimleikum. Á laugardeginum var keppt í 3. og 4. þrepi íslenska fimleikastigans en á sunnudeginum var keppt í 5. þrepi. Alls tóku 15 stúlkur frá Fimleikadeild Keflavíkur þátt og náðu þær að vinna til 14 verðlauna á mótinu. Keppendurnir frá Keflavík stóðu sig með stakri prýði og nældu sér m.a. í tvenn gullverðlaun.

Þær sem unnu til verðlauna voru:

3.þrep 14 ára

Selma Kristín Ólafsdóttir,  2. sæti á slá, 2. sæti samanlagt

4.þrep 11 ára

Elva Dögg Sigurðardóttir,  3. sæti á stökk, 3. sæti á tvíslá.

Þorgerður Magnúsdóttir, 2. sæti á tvíslá, 3. sæti á slá, 2. sæti samanlagt.

4.þrep 12 ára

Eva Rós Guðmundsdóttir,  3. sæti á tvíslá, 2. sæti samanlagt.

4.þrep 13 ára

Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir, 1. sæti á tvíslá.

5.þrep 12-13 ára

Hulda Sif Gunnarsdóttir, 1. sæti á tvíslá, 3. sæti samanlagt.

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, 2. sæti samanlagt.

Brynja Rúnarsdóttir, 2. sæti á tvíslá.

Myndir: www.fimleikar.is – frá Gymnova Þrepamótinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024