FH meistarar meistaranna
Keflvíkingar töpuðu í kvöld gegn FH í Meistarakeppni karla í knattspyrnu, 2-0. Það eru því FH-ingar sem eru meistarar meistaranna þetta árið og það verðskuldað en heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum. Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk FH í Kaplakrika í kvöld.
VF-myndir/ Hallgrímur