Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

FH getur orðið Íslandsmeistari í dag
Sunnudagur 23. september 2007 kl. 10:44

FH getur orðið Íslandsmeistari í dag

Sautjánda og næstsíðasta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu fer fram í dag þar sem FH-ingar geta tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð. Um sannkallaðan úrslitaleik er að ræða þar sem FH tekur á móti Val í Kaplakrika en Valsmenn sækja hart að FH þar sem aðeins tveimur stigum munar á liðunum fyrir umferðina.

 

Keflavík mætir Fylki í Árbænum en Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Fylkismenn í 4. sæti með 25 stig. Allir leikir dagsins hefjast kl. 17:00 í dag.

 

Aðrir leikir í umferðinni:

 

Fram-KR

HK-Breiðablik

ÍA-Víkingur

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði Keflavíkur, er líkast til orðinn langeygur eftir sigri í deildinni en Keflavík hefur ekki unnið leik síðan í júní.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024