FH deildarmeistari
Íslandsmeistarar FH urðu í gær deildarmeistarar í knattspyrnu er þeir lögðu Keflavík að velli 3-2 á Stjörnuvelli í Garðabæ. FH hóf leikinn af krafti og var 3-0 yfir þegar blásið var til hálfleiks. Keflvíkingar komu grimmir til síðari hálfleiks og minnkuðu muninn í 3-2 en lengra komust þeir ekki. Hvassvirði og rigning settu mark sitt á leikinn en FH spilaði með vindi í upphafi leiks en Keflavík með vindi í síðari hálfleik.
Sigurvin Ólafsson slapp í gegn á 7. mínútu leiksins og skoraði fram hjá Ómari í markinu. Á 39. mínútu leiksins var það varnarmaðurinn Freyr Bjarnason sem kom FH í 2-0 með skallamarki og Tryggi Guðmundsson gerði þriðja mark FH á 45. mínútu.
Í síðari hálfleik minnkaði Símun Samuelsen muninn í 3-1 á 55. mínútu er hann vippaði boltanum yfir Róbert Óskarsson í marki FH. Hólmar Örn Rúnarsson gerði annað mark Keflavíkur á 72. mínútu en þar við sat og FH hafði betur 3-2 og eru því deildarmeistarar.
VF-myndir/ JBÓ
[email protected]