Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Festir Boschee sig í sessi hjá Grindavík?
Fimmtudagur 10. febrúar 2005 kl. 11:40

Festir Boschee sig í sessi hjá Grindavík?

Grindvíkingar munu tefla fram nýjum bandarískum leikmanni, Jeff Boschee, í kvöld þegar þeir sækja Tindastól heim í Intersport-deildinni. Þeir eru ekki alls ókunnir leikmannatilfærslum því að undanfarin tvö keppnistímabil hafa 10 bandarískir leikmenn spilað með liðinu.

Í fyrra hófu þeir keppnistímabilið afar vel með Darrel Lewis og Daniel Trammel en eftir það komu og fóru leikmenn eins og Stanley Blackmon og Tim Szatko án þess að margir tækju eftir. Jackie Rogers og „Ljónið“ Anthony Q, Jones, komu inn rétt fyrir úrslitakeppnina og héldu heim eftir að Grindavík féll úr leik.

Í ár hófu Grindvíkingar keppni með Lewis og Justin Miller innanborðs en eftir að Miller kvaddi klakann er liðið búið að vera í mesta basli með að finna Kana sem getur staðið fyrir sínu. Terrel Taylor hefur ekki enn náð sér á strik þrátt fyrir að hafa fengið drjúgan tíma til og herma fréttir að hann fái ekki mikinn tíma í viðbót skáni leikur hans ekki. Taron Barker sýndi ekki neitt sem réttlætti veru hans í Grindavík á þeim tíma sem hann var hér á landi og var látinn taka pokann sinn og nú eru mikla vonir bundnar við að Boschee nái að gera það sem engum bandarískum leikmanni hefur tekist síðan Darrel Lewis kom til Grindavíkur, að festa sig í sessi og lyfta liðinu á hærra plan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024