Fer sá stóri á loft í kvöld?
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni í kvennakörfunni í kvöld þegar þær mæta Keflavík í þriðja úrslitaleiknum. Leikurinn fer fram á heimavelli Hauka, Ásvöllum, og hefst hann kl. 19:15. Þrjá sigra þarf til þess að verða meistari og er staðan í einvíginu 2-0 Haukum í vil eftir góða sigra í fyrstu tveimur leikjunum.
Fyrsta leik liðanna lauk með 87-78 sigri Hauka að Ásvöllum en Haukakonur létu glitta enn betur í vígtennurnar í öðrum leik liðanna þegar þær höfðu 101-115 sigur í Sláturhúsinu í Keflavík. Sama staða var uppi á teningnum í fyrra og þá lauk einvíginu 3-0 Haukum í vil.
Haukar hafa nú unnið 27 leiki í röð á heimavelli og ljóst að Keflavík þarf að eiga óaðfinnanlegan leik ætli þær sér að leggja Hauka að velli á þeirra eigin parketi.
Úrslitakeppnin í
Haukar-Keflavík
Leikur 3 Kl. 19:15 í kvöld
Ásvellir í Hafnarfirði