Fer Herbert til Grindvíkur?
Samkvæmt vefsíðu Morgunblaðsins er körfuknattleiksdeild Grindavíkur í viðræðum við Herbert Arnarson um að hann taki að sér þjálfun liðsins á næsta ári. Þar kemur fram að þeir séu einnig í viðræðum við annan ónafngreindan aðila.
Þá hefur Darrel Lewis samið um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en hann hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu tvö ár.
Þá hefur Darrel Lewis samið um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en hann hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu tvö ár.