Fer bikarinn á loft í Grindavík?
Grindavík og Þór Þorlákshöfn mætast í kvöld í sínum þriðja leik í úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er 2-0 Grindavík í vil og með sigri í kvöld geta þeir orðið Íslandsmeistarar. Grindvíkingar hafa verið nokkuð sannfærandi í fyrstu tveimur leikjunum og fari svo að þeir vinni í kvöld fer sá stóri á loft eins og áður segir. Þórsarar mæta eflaust dýrvitlausir til leiks og því verður líklega hart barist í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Röstinni í Grindavík