Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fer bikar á loft í kvöld?
Fimmtudagur 14. mars 2013 kl. 10:28

Fer bikar á loft í kvöld?

- Ókeypis aðgangur

Grindavík tekur á móti Fjölni í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Röstinni kl. 19:15. Fari Grindavík með sigur af hólmi tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn og fær bikarinn afhentan í leikslok. Í tilefni 50 ára afmælis útibús Landsbankans í Grindavík býður bankinn bæjarbúum á leikinn.

Því er um að gera fyrir Grindvíkinga að fjölmenna í Röstina og styðja við bakið á strákunum og vonandi verða vitni að því að bikar fari á loft. Fjölnir er í fallbaráttu og því mikið í húfi fyrir gestina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024