Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 10:49

Fengið á sig mark í 30 leikjum í röð

Svo virðist sem Keflavíkurliðið í knattspyrnu eigi mjög erfitt með að halda marki sínu hreinu, þ.e.a.s. að fá ekki á sig mark. Liðið hefur nú ekki haldið markinu hreinu í 30 leikjum í röð eða síðan í 12. umferð Landsímadeildarinnar, sunnudaginn 30. júlí árið 2000. Þá gerðu Keflvíkingar markalaust jafntefli við Grindavík á Grindavíkurvelli.Erfitt er að útskýra hvers vegna liðið getur ekki komið í veg fyrir að fá á sig mark í hverjum leik þar sem varnarleikur liðsins hefur tekið miklum framförum í sumar og drengirnir verið að spila frábærlega, ef undan er skilinn síðasti leikur gegn ÍA.

Kjartan Másson sagði í samtali við Víkurfréttir að varnarleikur liðsins í sumar hefði verið mjög góður og fyrir leikinn gegn ÍA hefðu þeir verið búnir að fá á sig fæst mörk í deildinni ásamt KR. „Við erum að fá á okkur mikið af mörkum úr föstum leikatriðum þar sem við erum með frekar lávaxið lið. Það er ekki hægt að kenna vörninni einni saman um þetta enda á allt liðið að verjast eins og allt liðið á að sækja. Þetta er oft á tíðum bara hreinn og klár klaufaskapur sem við munum reyna að bæta úr“, sagði Kjartan.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024