Fékk brons á Norðurlandamóti unglinga
Guðni Emilsson sundmaður úr ÍRB vann í morgun til bronsverðlauna í 200m bringusundi á Norðurlandameistarmóti Unglinga sem fram fer í Finnlandi nú um helgina. Guðni synti á mjög góðum tíma 2.17.25 og bætti tímann sinn síðan á IM 25 um eina og hálfa sek. Davíð Hildiberg var alveg við sinn tíma í 50m baksundi og er í góðum gír fyrir seinni hluta keppnisdagsins. Þeir félagar Guðni og Davíð voru ekki búnir í dag því þeir áttu eftir að keppa í eftirfarandi greinum Guðni 50 bringu og 50 skrið og Davíð 100 bak.