„Fáum á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum“
– sem er ekki gott, segir fyrirliðinn Haraldur Guðmundsson
„Við ætluðum okkur þrjú stig í fyrsta leik en það tókst ekki í dag,“ sagði Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 1-3 tap gegn Víkingum í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. „Þetta er bara einn af 22 leikjum sumarsins og vonandi náum við að rífa okkur í gang í næsta leik“.
„Við byrjuðum ágætlega, þetta var frekar jafn leikur en þeir vinna okkur 2-0 í rangstöðum. Þetta var erfiður völlur, vindur og kalt. Þetta var mikill barningur og stöðubarátta og við fáum á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum, sem er ekki gott og eitthvað sem við eigum að geta komið í veg fyrir,“ segir Haraldur m.a. í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta. Viðtalið við Harald er í heild sinni í meðfylgjandi tengli.