Farið að kitla í fingurna
Leikur í sama númeri og Magic
Í Texas skammt frá landamærum Mexíkó púlar María Ben og stritar og á í harðri samkeppni um sæti í körfuboltaliðinu UTPA. Hún er einn besti miðherji Íslands í körfubolta og að loknu námi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lá leiðin til Ameríku. María Ben Erlingsdóttir stundar nám við
„Þetta er mjög fínn bær. Ekkert of stór eða of lítill. Um 80% af fólkinu hérna eru mexíkanar. Ég er að læra fjármálaverkfræði og er mjög spennt fyrir því námi. Það eru mikil viðbrigði að lesa aðeins enskar bækur og kennarinn talar aðeins ensku,“ sagði María og kvaðst verða að fylgjast vel með í öllum tímum svo ekkert fari framhjá henni.
Vita ekkert um Ísland
María segir að frá fyrsta degi hafi henni verið vel tekið ytra og hún segir andrúmsloftið í skólanum og innan liðsins vera mjög gott. „Allar stelpurnar í liðinu eru góðir félagar en ég næ rosalega vel til einnar sem heitir Danielle Kostacky en annars næ ég vel til allra hinna líka. Á aðeins tveimur mánuðum hef ég kynnst mikið af skemmtilegu fólki og allir hafa verið mjög viðkunnanlegir. Kurteisin er líka mikil, eins og allsstaðar í Ameríku. Mér finnst þó frekar fyndið hvað mikið af fólkinu hérna veit ekkert um Ísland. Sumir vita ekki einu sinni að landið sé til. Ég hef verið spurð allskonar spurninga um landið og ein hljómaði á þann veg hvort við byggjum í snjóhúsum!“
Langt undirbúningstímabil
Í flestum íþróttum eru undirbúningstímabil þar sem liðin stilla saman strengi sína og þá eru líkamlegar æfingar jafnan í fyrirrúmi. Æfingarnar hjá UTPA eru teknar upp á myndband enda mikil keppni um stöður í liðnu. „Okkar fyrsti leikur er ekki fyrr en 12. nóvember en það er heimaleikur. Tímabilið hérna úti er styttra en heima en undirbúningstímabilið hefur verið langt og strangt. Manni er farið að kitla í fingurna að keppa í körfubolta en samkeppnin hérna er rosaleg. Mikið af góðum leikmönnum og maður má ekki eiga lélega æfingu því þá bíður manns refsing. Hver æfing er tekin upp á myndband og það hefur áhrif þar sem kominn er sá tími hjá þjálfurunum að velja hverjir fá að spila flestu mínúturnar,“ sagði María sem er ekki vön neinu öðru en að spila alla leiki mest allan tímann. Samkeppnin er oftast af hinu góða
en nú birtist hún Maríu í annarri og mun stærri mynd.
Koma erfiðir tímar
,,Ég myndi segja að það væri meiri metnaður í körfu og námi í Bandaríkjunum en á Íslandi. Mikið er lagt í það hérna að
„Þjálfarinn okkar, Dean Craft, hefur alveg ótrúlegan metnað. Hún hefur mikla trú á okkur og liðið er á mikilli uppleið. Þetta ár á að vera eitt besta ár liðsins því við erum með óhemju mikið af góðum leikmönnum og þá hafa fjölmiðlar hérna mikinn áhuga á gengið liðsins,“ sagði María en þetta gríðarlega álag getur líka tekið sinn toll. „Það koma erfiðir tímar þar sem líkaminn segir stopp en þá þarf maður að halda áfram. Annars held ég að hérna eigi ég eftir að læra margt nýtt sem á eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. Svo geta bara aðrir dæmt um það hvernig til hefur tekist þegar ég kem heim aftur að spila með Keflavík,“ sagði María sem mun m.a. ferðast til
Fylgist þú vel með Keflavíkurliðinu þó þú sért úti?
„Ég reyni að hafa eins mikið samband og ég get við stelpurnar í Keflavíkurliðinu og ég fylgist alltaf með því hvernig leikirnir fara hjá þeim og ég er mjög ánægð með hvernig þetta hefur farið af stað. Ég hef fulla trú á því að þær vinni allt í vetur.“
Fékk ekki númerið sitt
Þann 8. nóvember næstkomandi verður María 19 ára svo óhætt er að segja að körfuboltaferillinn sé rétt skriðinn af stað hjá henni. Þrátt fyrir ungan aldur býr María yfir mikilli reynslu en við spurðum hana hvort hún væri komin með augastað á atvinnumennskunni í körfubolta.
„Ég ætla mér að taka eitt skref í einu. Núna er ég á skólastyrk í körfubolta að spila með 1. deildarliði í Bandaríkjunum og þetta er svo stórt allt fyrir mér núna. Draumurinn er að gerast atvinnumaður í Evrópu í framtíðinni,“ sagði María og ljóst að hún setur markið hátt. „Ég þarf að leggja mikið á mig hérna til þess að verða betri og þjálfararnir
Íslenskur körfuknattleikur varð fyrir töluverðri blóðtöku þegar María Ben Erlingsdóttir og vinkona hennar úr íslenska landsliðnu, Helena Sverrisdóttir, fóru báðar í nám til Bandaríkjanna í sumar. Þær tvær eru vafalítið okkar fremstu körfuknattleikskonur. Vissulega væri gaman að sjá þær í íslensku deildarkeppninni að nýju en þó væri það sýnu skemmtilegra að sjá þær í fimmta gír með erlendum stórliðum. Ef fram heldur sem horfir hjá Maríu ætti það ekki að vera svo fjarlægur draumur.
María Ben Erlingsdóttir
Fædd 8. nóvember 1988
Kærasti: Þorfinnur Gunnlaugsson
Foreldrar: Ásta Ben Sigurðardóttir og Erlingur Bjarnason
Áhugamál: Körfubolti, íþróttir, ferðalög, tónlist og tölvur
Happatala: 15 (32)
Félag: UTPA
Mynd 1: María Ben ásamt vinkonu sinni Danielle Kotsacky úr UTPA liðinu.
Mynd 2: María og liðsfélagarnir á góðri stundu.
Mynd 3: Þessi sundlaug er aðeins nokkrum skrefum frá heimavistinni hennar Maríu. Ekki slæmt að láta þreytuna líða úr sér vð þessar aðstæður eftir erfiðar æfingar.