Fara út í dag
Árangur Keflavíkur og Njarðvíkur í Evrópukeppninni í körfuknattleik hefur ekki verið í samræmi við væntingar íbúa í bæjarfélaginu. Síðustu ár hefur Keflvíkingum tekist að galdra fram baráttusigra og komist þannig upp úr riðlakeppninni en sú er ekki raunin í ár. Njarðvík og Keflavík halda ytra í dag til þess að ljúka leik í keppninni.
Bæði lið leika á útivelli annað kvöld, Keflavík hefur aðeins unnið einn leik í keppninni en Njarðvíkingar eru enn án sigurs. Hvorugt lið á möguleika á því að komast upp úr sínum riðli. Keflavík mætir sænska liðinu Holmen Norrköping og Njarðvík mætir Tartu Rock frá Eistlandi. Þrátt fyrir ófarir íslensku stórveldanna í útrás sinni í ár er enn að miklu að keppa og það ætti enginn að láta sér bregða þegar þessi lið mæta tvíelfd til leiks á nýja árinu og gera tilkall til toppsætisins í Iceland Express deildinni.