Fara Keflvíkingar í úrslit í kvöld?
Keflavíkurkonur geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitum Domino’s deildarinnar takist þeim að leggja Skallagrím í Borgarnesi. Staðan í einvíginu er 2-1 Keflvíkingum í vil en bikarmeistararnir ungu hafa unnið bæði heima og heiman til þessa. Fyrsti leikurinn var mjög spennandi og endaði með sigri Skallagríms í Sláturhúsinu, en Keflvíkingar hafa haft talsverða yfirburði í síðustu tveimur leikjum og haldið Skallagrími undir 60 stigum í báðum leikjum. Í úrslitum bíða svo meistararnir í Snæfelli.

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				