Fara Grindvíkingar áfram í kvöld?
Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að leggja Njarðvík að velli í kvöld. Annar leikur liðanna fer fram í Njarðvík kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Grindvíkingar unnu fyrri leik liðanna með miklum yfirburðum og geta því komist áfram í kvöld. Njarðvíkingar ætla sjálfsagt ekki að láta það gerast og munu líklega mæta grimmir til leiks.