Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 4. janúar 2004 kl. 18:37

Fannar Ólafsson mun leika með Keflavík í vetur

Miðherjinn knái, Fannar Ólafsson, mun spila með körfuknattleikliði Keflvíkinga það sem eftir er leiktíðar. Fannar, sem hefur stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin ár, er kominn aftur til Íslands vegna kennaraverkfalls í IUP-háskólanum og gengur því til liðs við sína gömlu félaga, en hann lék með Keflavík um þriggja ára skeið. Fannar hefur ákveðið að ljúka námi sínu í viðskiptafræði hér á landi.

Fannar verður án efa mikill liðsstyrkur fyrir Keflvíkinga, þar sem hann hefur staðið sig vel með liði IUP að undanförnu og átti góða innkomu í æfingaleik íslenska landsliðsins við Catawba Collega milli jóla og nýárs. Ekki veitir af þar sem Keflvíkingar standa í ströngu um þessar mundir í deild, bikar og Evrópukeppni, en Fannar mun verða gjaldgengur með liðinu þann 12. þessa mánaðar og mun því væntanlega leika sinn fyrsta leik 15. janúar gegn ÍR í Intersport-deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024