Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fannar gengur til liðs við Ase Dukas
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 17:00

Fannar gengur til liðs við Ase Dukas

Fannar Ólafsson hefur gengið frá samningum við gríska körfuknattleiksliðið Ase Dukas frá Aþenu.

„Ég skrifaði undir eins árs samning við liðið í gær,“ sagði Fannar í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu og lá vel á honum.

„Félagið lofaði mér að ég yrði í byrjunarliðinu og var það einn af lykilástæðunum fyrir því að ég valdi þetta félag fram yfir önnur. Þar að auki er klúbburinn traustur fjárhagslega séð og eru bjartsýnir á að vinna sig upp um deild á næstu leiktíð.“

Félagið er í 2. deild í Grikklandi, sem er sú næst efsta þar í landi, og hafa verið að styrkja liðið með sterkum leikmönnum að undanförnu.

Fannar kemur aftur til landsins seinna í kvöld og fer að undirbúa vistaskiptin. Æfingatímabilið hefst 10. ágúst en framundan eru einnig nokkrar annir með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024