Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fannar á leið til Grikklands?
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 15:04

Fannar á leið til Grikklands?

Fannar Ólafsson körfuboltamaður er í Grikklandi þar sem hann er til prufu hjá gríska 2. deildar liðinu Doukas. Fannar mun spila æfingaleik með liðinu á morgun og sagði Fannar í samtali við Víkurfréttir að samningaviðræður væru hafnar um að hann myndi spila með liðinu næsta tímabil. „Ég er bara jákvæður og þeim líst vel á mig. Þetta er allt spurning um peninga. En mér líst vel á liðið því það kom upp um deild á síðasta tímabili og ætlar sér upp í fyrstu deild á því næsta. Það kemur í ljós næstu daga hvort ég muni spila í Grikklandi næsta tímabil,“ sagði Fannar í samtali við Víkurfréttir.

Myndin: Fannar með hörkutroðslu með Keflavík í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024