Fánadagur Púllara á Vallarheiði
Púllarar á Suðurnesjum eru hvattir til að mæta á Langbest að Víkingabraut 77 við Vallarheiði, á gamla varnarliðssvæðinu, á þriðjudagskvöld þegar Liverpoolklúbburinn efnir til fánadags í tengslum við leikinn gegn Marseille. Þar má reikna með mikilli spennu í loftinu, enda baráttan í meistaradeildinni að hefjast og Liverpool lendir í riðli með franska liðinu annað árið í röð.
Eins og venjulega á fánadögunum verður mikið um dýrðir. Meðal annars verður getraun þar sem veglegur vinningur er í boði auk þess sem þeir best klæddu af yngri og eldri kynslóð fá verðlaun. Á fánadeginum verður einnig tekið við skráningum í Liverpoolklúbbinn.