Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Falur nýr þjálfari Keflavíkur
Sunnudagur 29. maí 2011 kl. 18:58

Falur nýr þjálfari Keflavíkur

- Pálína framlengdi dvöl sína í Keflavík

Nú rétt í þessu voru Keflvíkingar að ganga frá ráðningu Fals Harðarsonar sem þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta. Falur skrifaði undir samning til tveggja ára en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í fyrra, hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá félaginu undanfarin ár en hann hefur ekki stýrt meistaraflokk síðan árið 2003-2004 þegar hann og Guðjón Skúlason stjórnuðu karlaliði Keflavíkur.

Keflvíkingar gerðu einnig áframhaldandi samning við Pálínu Gunnlaugsdóttur sem var ein af máttarstólpum liðsins í fyrra en hún skrifaði einnig undir tveggja ára samning. Falur segir að honum lítist vel á komandi komandi tímabil og aðspurður um leikmannamál Keflvíkinga segir hann að ungu stelpurnar hjá liðinu fái nú tækifæri til að skína. „Það eru ákveðin kynslóðarskipti hjá liðinu og það munu allir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, þetta er gott tækifæri fyrir unga leikmenn til að taka af skarið.“

Keflvíkingar hafa eins og flestum er kunnugt misst Bryndísi Guðmundsdóttur sem fór til KR, og María Ben Erlingsdóttir sem lék áður hjá liðinu ákvað að ganga ekki aftur til liðs við Keflvíkinga „Það er góður kjarni hjá liðinu og þær verða hér áfram, en vissulega losnuðu nokkrar mínútur þegar Bryndís fór og nú er bara spurning hverjum langar mest í þær mínútur,“ sagði Falur í samtali við Víkurfréttir.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-Myndir EJS: Falur og Pálína handsala samninginn við Hermann Helgason og á neðstu myndinni eru leikmenn Keflvíkinga ásamt nýja þjálfaranum