Falur hafnar Grindavík
Falur Harðarson, fyrrum leikmaður og þjálfari Keflavíkur í körfuknattleik, hefur hafnað tilboði Grindvíkinga um að taka að sér þjálfun liðsins.
Ástæða þess er sú að Falur sá sér ekki fært að sinna starfinu vegna þess að hann vinnur í Reykjavík, en býr í Keflavik og liggur í augum uppi að um mikla keyrslu yrði að ræða ef hann tæki við Grindavíkurliðinu.
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Magnúsi Hjaltasyni, formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að þeir vilji fara að ganga frá þessum málum sem fyrst. Nafn Guðjóns Skúlasonar verið nefnt í því samhengi, en Magnús segist ekki útiloka að fenginn verði erlendur þjálfari til starfsins.
Ástæða þess er sú að Falur sá sér ekki fært að sinna starfinu vegna þess að hann vinnur í Reykjavík, en býr í Keflavik og liggur í augum uppi að um mikla keyrslu yrði að ræða ef hann tæki við Grindavíkurliðinu.
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Magnúsi Hjaltasyni, formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að þeir vilji fara að ganga frá þessum málum sem fyrst. Nafn Guðjóns Skúlasonar verið nefnt í því samhengi, en Magnús segist ekki útiloka að fenginn verði erlendur þjálfari til starfsins.