Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 29. apríl 2004 kl. 13:25

Falur hafnar Grindavík

Falur Harðarson, fyrrum leikmaður og þjálfari Keflavíkur í körfuknattleik, hefur hafnað tilboði Grindvíkinga um að taka að sér þjálfun liðsins.

Ástæða þess er sú að Falur sá sér ekki fært að sinna starfinu vegna þess að hann vinnur í Reykjavík, en býr í Keflavik og liggur í augum uppi að um mikla keyrslu yrði að ræða ef hann tæki við Grindavíkurliðinu.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Magnúsi Hjaltasyni, formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að þeir vilji fara að ganga frá þessum málum sem fyrst. Nafn Guðjóns Skúlasonar verið nefnt í því samhengi, en Magnús segist ekki útiloka að fenginn verði erlendur þjálfari til starfsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024