Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:47

FALUR EKKI Í LIÐINU

12 leikmenn af 28 í árlegum stjörnuleik K.K.Í. leika með Keflavík og Njarðvík auk þess sem þjálfarar liðanna stjórna sitt hvoru liðinu. Athygli vekur að meint ,,meira karlmenni” Grindvíkinga, stórskyttan Páll Axel Vilbergsson hlaut ekki náð fyrir augum þjálfaranna né heldur Falur Harðarson Keflvíkingur. Stjörnuleikurinn hefur oftast verið vettvangur stórskyttna og troðara og eru þau fá skotin sem tekin eru fyrir innan þriggja stiga línuna sem ekki eru troðslur. Troðslu- og þriggja stiga skotkeppni eru fastir liðir á hátíðum sem þessari og spurning hvort ekki megi sameina þetta í eina keppni að þessu sinni því einn mesti troðarinn, Kanadamaðurinn og KR-ingurinn Keith Vassel var jafnframt besta þriggja stiga skyttan á fyrri hluta tímabilsins. Það kemur engin keppni í stjörnuleikinn fyrr en keppnin stendur á milli Reykjanesbæjarliðanna tveggja og landsins alls sem hefði auðveldlega verið hægt að þessu sinni með örlitlu hugrekki forráðamanna K.K.Í. Það væri raunverulegt innanbæjarmont og skora ég á forráðamenn deildanna að sameinast um slíkan leik að úrslitakeppninni lokinni í vor. JAK
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024