Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fallslagur á Nettóvellinum
Fimmtudagur 12. september 2013 kl. 11:38

Fallslagur á Nettóvellinum

Keflvíkingar taka á móti botnliði ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að þessu sinni. Bæði lið þurfa á stigunum að halda en þá sérstaklega Skagamenn sem selja sig líklega dýrt. Fyrri leik liðanna lauk með 2-3 sigri Keflvíkinga á Skaganum en þá var Kristján Guðmundsson að stýra Keflvíkingum í sínum fyrsta leik í sumar.

Nú munar níu stigum á liðunum en Skagamenn eiga þó leik til góða. Stöðuna má sjá hér að neðan. Fyrir áhugasama þá ætla Keflvíkingar að grilla fyrir leik við íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024