Fallslagur á Nettóvellinum
Keflvíkingar taka á móti botnliði ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30 að þessu sinni. Bæði lið þurfa á stigunum að halda en þá sérstaklega Skagamenn sem selja sig líklega dýrt. Fyrri leik liðanna lauk með 2-3 sigri Keflvíkinga á Skaganum en þá var Kristján Guðmundsson að stýra Keflvíkingum í sínum fyrsta leik í sumar.
Nú munar níu stigum á liðunum en Skagamenn eiga þó leik til góða. Stöðuna má sjá hér að neðan. Fyrir áhugasama þá ætla Keflvíkingar að grilla fyrir leik við íþróttahúsinu við Sunnubraut.