Fallliðin mætast á Nettóvellinum dag
Sannkallaður botnslagur verður á Nettó-vellinum í Keflavík í dag, laugardag, kl. 14. Þá mætast tvö neðstu lið Pepsi-deildar karla, Keflavík og Leiknir R. í lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Leikurinn skiptir engu máli fyrir liðin. Þau eru bæði fallin í fyrstu deild og skrapa botninn í Pepsi-deildinni. Fyrir Keflavík er það einna helst stoltið, að falla með tveggja stafa stigatölu en liðið er í dag með 7 stig í tólfta sæti en Leiknir R. er með 15 stig í því ellefta.