Falldraugur í lokaumferðinni hjá Suðurnesjaliðunum
Lokaumferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu fer fram í dag kl. 14:00. Keflvíkingar taka á móti Þór í Keflavík og Grindvíkingar eru gestir ÍBV í Vestmannaeyjum.
Grindavík er sem stendur í fallsæti og falldraugurinn er einnig í Keflavík þar sem bæði Keflavík og Þór geta fallið. Það verður því háspenna á Nettóvellinum í Keflavík í dag en frítt er á leikinn og Keflvíkingar hvattir til að fjölmenna og styðja sína menn. Púmasveitin verður á leiknum og heldur uppi stemmningunni.