Fallbaráttuslagur í Keflavík í kvöld
Keflavík tekur á móti HK/Víkingi í Landsbankadeild kvenna á Sparisjóðsvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Um sannkallaðan botnbaráttuslag er að ræða því bæði lið eru með 9 stig þegar fjórtán umferðum er lokið. Keflavík er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Liðið er í 9. sæti í deildinni og er í fallsæti, hefur einu stigi meira en botnlið Fjölnis.
Leikurinn hefst kl. 19:15
VF-MYND/Inga: Það verður hart barist í kvöld þegar Keflavík tekur á móti HK/Víkingi.