Fall blasir við Njarðvík
Njarðvíkingum hefur gengið erfiðlega að komast upp af botni 1.deildar karla í knattspyrnu. Um helgina tóku þeir á móti Þrótti í Njarðvík og töpuðu sínum fjórtánda leik á tímabilinu en úrslit urðu 2-0 fyrir gestina. Njarðvík er enn í neðsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og fall blasir við liðinu. Næsti leikur er gegn Fjölni á laugardaginn.
Mynd úr safni.