Fæstir mættu á völlinn á Suðurnesjum
Áhorfendur færri utan höfuðborgarinnar í Pepsi-deild karla
Fæstir mættu á leiki hjá Suðurnesjaliðunum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Fæstir áhorfendur mættu á leiki hjá Keflavík, að meðaltali 498 áhorfendur á leik. Hjá grönnum þeirra í Grindavík fækkaði áhorfendum frá því í fyrra en 523 mættu að jafnaði í stúkuna í Grindavík í ár.
Liðin utan höfuðuborgarsvæðisins raða sér í neðstu sætin á listanum en auk Suðurnesjaliðanna eru Eyjamenn og Akureyringar á botninum. Mætingin fór aldrei yfir 1.000 manns hjá liðunum utan höfuðborgarsvæðsins.
Alls mættu 113.761 á leiki Pepsi deildar karla á nýliðnu tímabili, eða að meðaltali 862 manns á hvern leik. Þetta er aukning á milli ára, en árið 2017 mættu 110.675 á leiki deildarinnar, eða að meðaltali 838, sem var lakasta aðsóknin í tæpa tvo áratugi. Vísir.is greinir frá.
Meðaltal á heimaleiki hvers liðs:
1. Breiðablik 1.249 (+168)
2. Valur 1.207 (+131)
3. FH 1.069 (+9)
4. Stjarnan 1.026 (+73)
5. KR 977 (-147)
6. Fylkir 848 (Nýliði)
7. Víkingur 826 (-79)
8. Fjölnir 788 (+110)
9. KA 691 (-96)
10. Grindavík 523 (-71)
11. ÍBV 598 (-42)
12. Keflavík 498 (Nýliði)