Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 17. desember 2002 kl. 09:45

Fær Hunter tyrkneskt vegabréf?

Gary Hunter, erlendi leikmaðurinn í liði Njarðvíkinga, mun að öllum líkindum fá tyrkneskan ríkisborgararétt eftir áramót en hann er giftur tyrkneskri konu. Ef svo færi að Hunter fengi tyrkneskt vegabréf gætu Njarðvíkingar bætt við sig öðrum Kana, líkt og þeir gerður í fyrra þegar Brenton Birmingham fékk íslenskan ríkisborgararétt.Friðrik Ragnarsson þjálfari liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið á sunnudag að ekkert væri ákveðið í þeim efnum. "Við erum ekki með neinar áætlanir þess efnis að fá bandarískan leikmann við hlið Hunters á næsta ári, en það er aftur á móti athygliverður möguleiki sem við stöndum frammi fyrir," sagði Friðrik.
Hunter hefur verið að leika ágætlega eftir að hann kom til liðsins í stað Phete Philo og hefur skorað um 25 stig að meðaltali í leik í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024