Fæddist með bolta
Knattspyrnusnillingur vikunnar
Keflvíkingurinn Guðmundur Páll Jónsson ætlar sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann er öllum stundum í fótbolta og er búinn að æfa frá því að hann var rétt byrjaður að ganga.
	Aldur/Félag?
	Ég er 10 ára og æfi með Keflavík.
	Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
	Mamma segir að ég hafi fæðst með bolta, en ég er búin að æfa í 7 ár.
	Hvaða stöðu spilar þú?
	Ég spila á miðjunni.
	Hvert er markmið þitt í fótbolta?
	Ég ætla mér að verða atvinnumaður í fótbolta.
	Hversu oft æfir þú í viku?
	Ég æfi fjórum sinnum í viku en er alltaf úti í boltaleik.
	Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?
	Uppáhalds leikmaðurinn minn er Dimitri Payet.
	Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
	Fyrimyndin mín er Gylfi.
	Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?
	Nei hef ekki farið á leik úti.
	Hversu oft getur þú haldið á lofti?
	Ég get haldið 48 sinnum á lofti.
	Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
	Ég er Arsenal maður.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				