Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fæddist með bolta
Þriðjudagur 2. ágúst 2016 kl. 09:20

Fæddist með bolta

Knattspyrnusnillingur vikunnar

Keflvíkingurinn Guðmundur Páll Jónsson ætlar sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann er öllum stundum í fótbolta og er búinn að æfa frá því að hann var rétt byrjaður að ganga.

Aldur/Félag?
Ég er 10 ára og æfi með Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Mamma segir að ég hafi fæðst með bolta, en ég er búin að æfa í 7 ár.

Hvaða stöðu spilar þú?
Ég spila á miðjunni.

Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Ég ætla mér að verða atvinnumaður í fótbolta.

Hversu oft æfir þú í viku?
Ég æfi fjórum sinnum í viku en er alltaf úti í boltaleik.

Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?
Uppáhalds leikmaðurinn minn er Dimitri Payet.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Fyrimyndin mín er Gylfi.

Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?
Nei hef ekki farið á leik úti.

Hversu oft getur þú haldið á lofti?
Ég get haldið 48 sinnum á lofti.

Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Ég er Arsenal maður.