Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fá leyfi til að skipta um nafn íþróttahússins
Stuðningsmenn Grindavíkur gætu fengið nýtt nafn á heimavöll sinn innan skamms.
Þriðjudagur 8. janúar 2013 kl. 14:10

Fá leyfi til að skipta um nafn íþróttahússins

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur fengið heimild frá frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar til að skipta um..

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur fengið heimild frá frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar til að skipta um nafn íþróttahússins. Íþróttahúsið í Grindavík hefur um árabil borið heitið Röstin og er heimavöllur Íslandsmeistara Grindavíkur í körfuknattleik.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur taldi fram í beiðni sinni að deildin gæti aflað talsverðra fjármuna með því að selja nafnréttinn á íþróttahúsinu til styrktaraðila líkt og önnur íþróttafélög hafa gert hér á landi og þekkt er erlendis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frístunda- og menningarnefnd veitir leyfi til tveggja ára með endurskoðun að þeim tíma liðinum. Þar sem ný íþróttamiðstöð er í uppbyggingu taldi nefndin ekki rétt að veita leyfi til lengri tíma að svo stöddu. Það má því búast við að íþróttahús Grindavíkinga gæti fengið nýtt nafn innan skamms og þá hverfur hið gamalgróna nafn Röstin líklega á braut.