Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eyþór hættur með Grindvíkingum
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 15:52

Eyþór hættur með Grindvíkingum

Fram kemur á bloggsíðu meistaraflokk karla hjá Grindavík í knattspyrnu í dag að Eyþór Atli Einarsson sé hættur með Grindvíkingum í sumar. Segir á bloggsíðu liðsins að hann hafi ekki fengið að spreyta sig sem skildi í sumar og að ákvörðunin hafi verið tekin í mesta bróðerni við stjórn og þjálfara.

 

Eyþór er sterkur og ákveðinn miðjumaður og sýnir brotthvarf hans vel hve sterkur leikmannahópur Grindvíkinga er um þessar mundir en gulir og glaðir tróna á toppi 1. deildar karla með 19 stig.

 

http://grindavik.blog.is/blog/grindavik/

 

VF-mynd/ Úr safniEyþór í baráttunni gegn Valsmönnum á síðustu leiktíð.

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024