Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 4. júní 2003 kl. 09:15

Eyþór Guðnason með þrennu í stórsigri Njarðvíkur

Eyþór Guðnason skoraði þrennu í stórsigri Njarðvíkinga á U-23 ára liði Breiðabliks í Visa bikarnum í gær. Njarðvíkingar áttu í engum vandræðum með Blikana og urðu lokatölur 6-1 heimamönnum í hag. Gunnar Einarsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Marteinn Guðjónsson eitt.Þá sigruðu Víðismenn einnig í sömu keppni en þeir tóku á móti U-23 ára liði Fylkis í Garðinum í gær. Lokatölur voru 1-0 fyrir Víði en mark þeirra skoraði Atli Rúnar Hólmbergsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024