Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Eysteinn tekur við liði Keflavíkur
Eysteinn og Guðlaugur
Mánudagur 16. júlí 2018 kl. 12:53

Eysteinn tekur við liði Keflavíkur

- Ómar Jóhannsson aðstoðar

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Eystein Húna Hauksson og mun hann stýra karlaliði Keflavíkur það sem eftir er af tímabilinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Ómar Jóhannsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur mun vera honum til aðstoðar.

Keflvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en liðið hefur ekki skorað mark síðan 4. júní sl. og hafa alls tapað níu leikjum. Guðlaugur Baldursson hætti störfum sem þjálfari liðsins fyrr í mánuðinum en knattspyrnudeildin og Guðlaugur komust að samkomulagi að hann myndi hætta að ósk Guðlaugs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024