Eysteinn Húni aftur til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa endurheimt annan týndan son í fótboltanum, en Héraðsbúinn Eysteinn Húni Hauksson mun gegna starfi aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá félaginu. Eysteinn er öllum hnútum kunnugur í Keflavík en hann lék með liðinu með hléum á árunum 1993-2001. Hann á að baki 85 leiki með liðinu þar sem hann skoraði 14 mörk.
Á þeim árum sem hann var með Keflavík reyndi hann fyrir sér í Hong Kong, Danmörku og Englandi. Auk þess hefur hann leikið með Grindavík og Njarðvík. Hann hefur undanfarið starfað við þjálfun hjá ÍBV og uppeldisfélaginu Hetti.