Eysteinn Hauksson skemmtir sér í rútuferð með liði sínu í Kína
Eysteinn Hauksson fótboltakappi varð enn og aftur að ósk okkar um pistil frá Kína. Nú segir hann okkur frá sprenghlæilegri rútuferð eftir einn tapleik liðsins. Við viljum nota tækifærið og þakka Eysteini enn og aftur fyrir frábærar sögur sem svo sannarlega kitla hláturtaugar lesenda.Góðan daginn og verið velkomin í beina útsendingu frá Evrópumeistaramótinu i HM þar sem saman eru komnar allar helstu Afrikuþjóðir heims, og lönd eins og Chile og Ástralia eru fremstar meðal jafningja.
Þar sem siðasti leikur okkar í deildinni var álika gáfulegur og þessi fyrsta setning,hef ég ákveðið að eyða ekki í hann of mörgum orðum, heldur snúa mér beint að ævintýrum okkar Villa hér i daglega lifinu og reynslu okkar af hinni mögnuðu þjóð, Kinverjum. Þó er rétt að geta þess að aldrei þessu vant var eg ekki rekinn út af í leiknum og stendur það afrek eftir sem einn fárra atburða úr þessum leik sem talist geta til framfara.
Í rútunni á heimleiðinni eftir hörmungina inni á vellinum gat ég þó glaðst yfir þvi að sjá tvo hluti sem ég hafði aldrei ímynðað mér að ég ætti eftir að upplifa. I fyrsta lagi var um að ræða sex manna fjölskyldu i hrúgu á einu mótorhjóli,skröltanði á miðri hraðbrautinni,sem manni þótti nó nóg um og hristi hausinn yfir lengi vel a eftir. Fjölskylda þessi gleymdist hins vegar all snögglega nokkrum minutum siðar þegar við keyrðum fram úr vörubil einum,heljarmiklum. Maður veitti honum svo sem enga sérstaka athygli,fyrr en fyrirliðinn,sem hafði verið sofandi mest alla leiðina,spratt eins og stálfjöður upp ur sætinu sinu,með augun nánast út úr hausnum og byrjaði að veina ur hlátri um leið og hann benti á bílinn. Þegar við hinir litum svo við,sáum við ástæðu hlátursins en þá stóð höfuðið a bílstjoranum upp ur stýrishúsinu sem var kramið allt i kringum hann og ekkert gler á staðnum,likt og fill hefði sest ofan á framhluta bilsins. Ekki nóg með það,heldur var bilstjórinn lika með þennan lika smekklega mótorhjólahjálm á kollinum!!! Þrátt fyrir að hjálmurinn hafi skýlt mestum hluta andlits hans,náði hann ekki að leyna hversu vonsvikinn hann var yfir þvi að við hefðum hlegið að honum enda má reikna með þvi, að ef þetta hafi verið 5 minútna ferð hja honum, hafi þetta verið i ca. 4000. skiptið sem það gerðist miðað við umferðina sem var á þessum tíma og þvi kannski skiljanlegt að hann skyldi vera orðinn nokkuð pirraður og um leið að hann skylði ekki taka þátt i tryllingslegum hlátri okkar fótboltagauranna. Það varð náttúrulega eingöngu til þess að gera þetta ENNÞÁ fyndnara.
Þar sem siðasti leikur okkar í deildinni var álika gáfulegur og þessi fyrsta setning,hef ég ákveðið að eyða ekki í hann of mörgum orðum, heldur snúa mér beint að ævintýrum okkar Villa hér i daglega lifinu og reynslu okkar af hinni mögnuðu þjóð, Kinverjum. Þó er rétt að geta þess að aldrei þessu vant var eg ekki rekinn út af í leiknum og stendur það afrek eftir sem einn fárra atburða úr þessum leik sem talist geta til framfara.
Í rútunni á heimleiðinni eftir hörmungina inni á vellinum gat ég þó glaðst yfir þvi að sjá tvo hluti sem ég hafði aldrei ímynðað mér að ég ætti eftir að upplifa. I fyrsta lagi var um að ræða sex manna fjölskyldu i hrúgu á einu mótorhjóli,skröltanði á miðri hraðbrautinni,sem manni þótti nó nóg um og hristi hausinn yfir lengi vel a eftir. Fjölskylda þessi gleymdist hins vegar all snögglega nokkrum minutum siðar þegar við keyrðum fram úr vörubil einum,heljarmiklum. Maður veitti honum svo sem enga sérstaka athygli,fyrr en fyrirliðinn,sem hafði verið sofandi mest alla leiðina,spratt eins og stálfjöður upp ur sætinu sinu,með augun nánast út úr hausnum og byrjaði að veina ur hlátri um leið og hann benti á bílinn. Þegar við hinir litum svo við,sáum við ástæðu hlátursins en þá stóð höfuðið a bílstjoranum upp ur stýrishúsinu sem var kramið allt i kringum hann og ekkert gler á staðnum,likt og fill hefði sest ofan á framhluta bilsins. Ekki nóg með það,heldur var bilstjórinn lika með þennan lika smekklega mótorhjólahjálm á kollinum!!! Þrátt fyrir að hjálmurinn hafi skýlt mestum hluta andlits hans,náði hann ekki að leyna hversu vonsvikinn hann var yfir þvi að við hefðum hlegið að honum enda má reikna með þvi, að ef þetta hafi verið 5 minútna ferð hja honum, hafi þetta verið i ca. 4000. skiptið sem það gerðist miðað við umferðina sem var á þessum tíma og þvi kannski skiljanlegt að hann skyldi vera orðinn nokkuð pirraður og um leið að hann skylði ekki taka þátt i tryllingslegum hlátri okkar fótboltagauranna. Það varð náttúrulega eingöngu til þess að gera þetta ENNÞÁ fyndnara.