Eysteinn Hauksson kveður Kína
Eysteinn Hauksson knattspyrnukappi hefur hvatt Kína og er hættur að leika þar fótbolta enda tímabilinu lokið. Hann hefur verið að skrifa Víkurfréttum pistla frá þessum framandi slóðum að okkar ósk og nú hefur hann lokið þeim skrifum. Við viljum því nota tækifærið og þakka Eysteini kærlega fyrir þessar frábæru pistla um leið og við birtum hér siðasta bréfið sem hann sendi okkur.Jæja,börnin góð. Í dag er stór dagur í sögu íslensku þjóðarinnar og verður dagsetningarinnar 16.april sjálfsagt minnst um aldir alda með grillveislum,flugeldasyningum og fiðrildafornum, fyrir að vera ðagurinn sem ðreng- andsk.. þarna i Kina hætti loksins að senða þessi helv... bref.
Jú,við erum á heimleið og eyddum deginum i dag i það að kveðja borgina og okkar helstu vini og leggjum af stað til Hong Kong snemma i fyrramalið eða eins og hinn eini sanni Hwang orðaði það fyrr i dag: go.....right..-..afta......FREK-BUSST (breakfast)!
Ég held að ég hafi alveg örugglega átt eftir að segja ykkur frá því og þess vegna alls ekki seinna vænna en nú, að hér i borg eru haldnir nokkurs konar Ólympíuleikar og það á hverjum einasta morgni.
Við verðum alltaf vitni að leikum þessum þegar við förum í morgunmat en þá er samankominn hellingur af fólki á iþrottavellinum og allt í kringum hann sem stunðar hinar ótrulegustu íþróttir og það af gríðarlegu kappi.
Mest af fólki þessu er komið vel yfir miðjan aldur og er nú mest af keppendunum bara i einhverju trimmi eins og til dæmis blævængja/sverða hópdönsum kvenna (þar sem keppnin virðist nu ekki sist snuast um það hvaða hópur se með lökustu hljomflutningstækin),eins manns Kung-Fu-eitthvað (man ekki hvað það er kallað en minnir að það se "Kata", eftir móðursystur minni), skokki o.s.frv.
Þarna má lika sjá hálfsjötuga karla framkvæma upphýfingar á slá og EEEEEEEEEEELLLLLLLLD-gamlar kerlingar í íþrott sem ég hef aldrei séð heima á klakanum en það er svokallað "gamallakerlinga erobikk" og felst ,eftir þvi sem mer hefur sýnst, aðallega i þvi að standa i sömu sporum,halda framlöppunum fyrir framan sig eins og kanína og............. titra. Grið-ar-lega áhorfendavænt sport, þetta.
Hörðust er þó án efa keppnin i Badmintoninu og mátti til dæmis um daginn augljóslega greina drápsglampa i augum miðalðra manns,þegar hann kreppti hnefann af öllu afli og gaf frá sér stríðsöskur eftir að hafa SMASSAÐ flugunni BEINT framan í andlit eiginkonu sinnar af um 20 cm.færi. Þetta eru oft frábærir leikir þarna á badmintonsvæðinu og alveg ótrulegt að sjá sjötug og vel hrukkótt gamalmenni hreinlega drullusvekkt með hendur til himins yfir að hafa tapað uppgjafarréttinum, og það kl. 07:30 að morgni dags.
Það var svo gaman að fá eitt týpiskt dæmi úr umferdinni i gærkvöld til ad minna okkur á þad hversu stórkostlega eðlilegri umferðarmenningu maður á að venjast frá eyju ísanna.
Við vorum boðnir í mat af þjálfaranum og hann var ad keyra okkur aftur heim þegar hann þurfti ad taka snögga vinstri beygju. Á móti okkur kom maður a mótorhjóli og eins og eðlilegt er (þad er ad segja her i Zhaoqing) þá svínadi þjálfarinn að sjálfsögðu beint i veg fyrir hann. Karlgreyid á hjolinu snarbremsaði svo illilega að byggingarhjálmurinn aflagaðist gjörsamlega á hausnum á honum og var hjólid aðeins hársbreidd frá því ad skella inn i hliðarhurð bilsins. Skipti þá engum togum,heldur hundskammaði þjálfarinn yfirsjokkerað karlgreyið háum rómi med þvilikum hneykslunarsvip og sendi honum alla hugsanlega fingur beggja handa sem hugsanlega er hægt ad túlka sem dónalega. Mótorhjólamaðurinn gridarseki vissi ad sjálfsögdu upp á sig sökina þar sem hann var vitanlega ekki nema i 270% rétti og lagaði hjálminn skömmustulegur á kollinum á sér áður en hann hélt áfram leiðar sinnar á medan okkar maður í framsætinu hélt afram að blóta honum í sand og ösku fram eftir kvöldi fyrir þessa vægast sagt vítaverða atferli.
Otrulegir,þessir Kinverjar.......
Sidasta kvedja fra Zhaoqing.
Dsæ-djee!
Eysteinn Hauksson
Jú,við erum á heimleið og eyddum deginum i dag i það að kveðja borgina og okkar helstu vini og leggjum af stað til Hong Kong snemma i fyrramalið eða eins og hinn eini sanni Hwang orðaði það fyrr i dag: go.....right..-..afta......FREK-BUSST (breakfast)!
Ég held að ég hafi alveg örugglega átt eftir að segja ykkur frá því og þess vegna alls ekki seinna vænna en nú, að hér i borg eru haldnir nokkurs konar Ólympíuleikar og það á hverjum einasta morgni.
Við verðum alltaf vitni að leikum þessum þegar við förum í morgunmat en þá er samankominn hellingur af fólki á iþrottavellinum og allt í kringum hann sem stunðar hinar ótrulegustu íþróttir og það af gríðarlegu kappi.
Mest af fólki þessu er komið vel yfir miðjan aldur og er nú mest af keppendunum bara i einhverju trimmi eins og til dæmis blævængja/sverða hópdönsum kvenna (þar sem keppnin virðist nu ekki sist snuast um það hvaða hópur se með lökustu hljomflutningstækin),eins manns Kung-Fu-eitthvað (man ekki hvað það er kallað en minnir að það se "Kata", eftir móðursystur minni), skokki o.s.frv.
Þarna má lika sjá hálfsjötuga karla framkvæma upphýfingar á slá og EEEEEEEEEEELLLLLLLLD-gamlar kerlingar í íþrott sem ég hef aldrei séð heima á klakanum en það er svokallað "gamallakerlinga erobikk" og felst ,eftir þvi sem mer hefur sýnst, aðallega i þvi að standa i sömu sporum,halda framlöppunum fyrir framan sig eins og kanína og............. titra. Grið-ar-lega áhorfendavænt sport, þetta.
Hörðust er þó án efa keppnin i Badmintoninu og mátti til dæmis um daginn augljóslega greina drápsglampa i augum miðalðra manns,þegar hann kreppti hnefann af öllu afli og gaf frá sér stríðsöskur eftir að hafa SMASSAÐ flugunni BEINT framan í andlit eiginkonu sinnar af um 20 cm.færi. Þetta eru oft frábærir leikir þarna á badmintonsvæðinu og alveg ótrulegt að sjá sjötug og vel hrukkótt gamalmenni hreinlega drullusvekkt með hendur til himins yfir að hafa tapað uppgjafarréttinum, og það kl. 07:30 að morgni dags.
Það var svo gaman að fá eitt týpiskt dæmi úr umferdinni i gærkvöld til ad minna okkur á þad hversu stórkostlega eðlilegri umferðarmenningu maður á að venjast frá eyju ísanna.
Við vorum boðnir í mat af þjálfaranum og hann var ad keyra okkur aftur heim þegar hann þurfti ad taka snögga vinstri beygju. Á móti okkur kom maður a mótorhjóli og eins og eðlilegt er (þad er ad segja her i Zhaoqing) þá svínadi þjálfarinn að sjálfsögðu beint i veg fyrir hann. Karlgreyid á hjolinu snarbremsaði svo illilega að byggingarhjálmurinn aflagaðist gjörsamlega á hausnum á honum og var hjólid aðeins hársbreidd frá því ad skella inn i hliðarhurð bilsins. Skipti þá engum togum,heldur hundskammaði þjálfarinn yfirsjokkerað karlgreyið háum rómi med þvilikum hneykslunarsvip og sendi honum alla hugsanlega fingur beggja handa sem hugsanlega er hægt ad túlka sem dónalega. Mótorhjólamaðurinn gridarseki vissi ad sjálfsögdu upp á sig sökina þar sem hann var vitanlega ekki nema i 270% rétti og lagaði hjálminn skömmustulegur á kollinum á sér áður en hann hélt áfram leiðar sinnar á medan okkar maður í framsætinu hélt afram að blóta honum í sand og ösku fram eftir kvöldi fyrir þessa vægast sagt vítaverða atferli.
Otrulegir,þessir Kinverjar.......
Sidasta kvedja fra Zhaoqing.
Dsæ-djee!
Eysteinn Hauksson